„Ástandið í samskiptum Rússlands og Noregs virðist þess valdandi að flest öll norsku skipin hafa landað aflanum hér á landi, en eins og komið hefur fram þá settu rússnesk stjórnvöld Norðmenn á lista ásamt fleiri þjóðum sem ekki fá að selja þeim afurðir. Það bann á ekki við um Ísland.“

Varðskipið Þór (Mynd af vef LHG).
Varðskipið Þór (Mynd af vef LHG).
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Svo segir á vef Landhelgisgæslunna r. Eftirlit varðskipsmanna í norskum skipum fer fram þegar og ef skipin sigla með aflann frá landinu. Þar sem örfá skip hafa siglt með aflann frá landinu hefur einungis verið farið um borð í tvö norsk skip að þessu sinni en veður hefur einnig spilað þar inn í. Farið var um borð í Hardhaus og Heroyhav.  Eftirlitið gekk vel og ekkert óvænt kom fram. Aðeins þurfti að stugga við þeim varðandi flottroll sem bæði skipin voru með um borð. Ekki er leyfilegt að hafa pokann á trollinu og var þeim gert að aðskilja poka frá trolli.