Verið er að útbúa að minnsta kosti tvo frystitogara á frjálsar rækjuveiðar til viðbótar þeim skipum sem hingað til hafa stundað þessar veiðar og fleiri útgerðir eru að hugsa sinn gang.

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. Sjávarútvegsráðherra hefur sem kunnugt er gefið rækjuveiðar frjálsar nú á nýju fiskveiðiári. Nokkrar útgerðir, sem ekki hafa stundað þessar veiðar áður eða ekki gert það í seinni tíð að minnsta kosti, eru að gera sig klárar á rækju.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.