Kristina EA, Baldvin Njálsson GK og Heimaey VE hafa bæst í hóp þeirra skipa tengd Íslandi sem fengið hafa makrílkvóta lögsögu Grænlands á þessu sumri, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Nú hafa því alls sjö skip sem ýmist eru skráð á Íslandi eða hafa áður verið á íslenskri skipaskrá og eru í íslenskri eigu að hluta eða öllu leyti fengið makrílveiðileyfi í grænlenskri lögsögu. Hin fjögur eru fyrrum Guðmundur VE, Þorsteinn ÞH, Skálaberg RE og Venus HF. Þar við bætist Polar Amaroq sem Síldarvinnslan á hlut í.

Þessi skip hafa fengið úthlutað meira en þriðjungi grænlenska makrílkvótans eða vel yfir 30 þúsund tonnum.

Sjá nánar kvótaskiptinguna í nýjustu Fiskifréttum.