Veiðar á langreyði og hrefnu hafa gengið ágætlega það sem af er sumri. Hvalur 8 og Hvalur 9 hafa veitt samtals 26 langreyðar til þessa sem er nokkrum dýrum fleira en í fyrra á sama tíma. Á öllu síðasta sumri veiddu skipin 130 langreyðar en kvótinn er 154 dýr.
Að sögn Þorsteins Þorbergssonar skipstjóra hjá Hrefnuveiðimönnum ehf. hafa 14 hrefnur veiðst í Faxaflóa. „Við höfum farið 25 róðra og 14 dýr er ásættanleg veiði þótt maður vildi helst fá hrefnu í hvert sinn.“
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.