Meðal nýjunga í verkefnum skipa Hafrannsóknastofnunar á þessu ári er flatfiskarall, sem bætast mun við önnur röll stofnunarinnar. Rallið verður langtímaverkefni eins og aðrar stofnmælingar. „Þótt flatfiskstofnarnir séu ekki stórir eru þeir verðmætir og viðkvæmir og mikil þörf á að afla um þá frekari vitneskju,“ segir Jóhann Sigurjónsson í forstjóri í  samtali við Fiskifréttir.

Úthaldsdagar rannsóknaskipa Hafró verða álíka margir í ár og í fyrra eða alls 343 talsins. Hins vegar verður sú breyting að rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson tekur yfir verkefni þau sem leiguskipið Dröfn hefur sinnt undanfarin ár og þar með er úthald skipsins tryggt en á síðasta ári stefndi í að því yrði lagt vegna fjárskorts. Bjarni verður 178 daga á sjó á þessu ári en Árni Friðriksson 165 daga, samkvæmt skipaáætluninni.

Sjá nánar umfjöllun um skipaáætlun Hafró í nýjustu Fiskifréttum.