Á síðasta fiskveiðiári voru alls 8.727 þorskíldistonn ætluð til ráðstöfunar í sérstakar byggðaaðgerðir.  Veiðiheimildirnar samanstóðu annars vegar af byggðakvóta sem úthlutað hefur verið undanfarin ár til stuðnings byggðarlögum - 6.824 þ.íg.tonn - og hins vegar byggðakvóta Byggðastofnunar - 1.903 þ.íg.tonn.

Í samantekt á vef Landssambands smábátaeigenda kemur fram að byggðakvóta fiskveiðiárið 2013 / 2014 hafi verið skipt milli 32 sveitarfélaga sem deildist á 46 byggðarlög og úthlutað var til 418 báta og skipa sem áttu þar heimilsfesti.   Af einstaka sveitafélögum kom mest í hlut Snæfellsbæjar 734 þ.ígildi tonn, þar fékk Flateyri mest byggðarlaga 396 þ.íg. tonn og Gullveri  NS var úthlutað mestum kvóta 149 þ.íg.tonnum.

Byggðastofnun gerði samning við alls 35 útgerðafélög í sex byggðarlögum og skipti milli þeirra 1.500 þ.ígildum.  Samningarnir eru til þriggja ára og er skiptingin þannig:

Bakkafjörður 150 þ.íg.tonn

Raufarhöfn 400 þ.íg.tonn

Drangsnes 150 þ.íg.tonn

Suðureyri 400 þ.íg.tonn

Tálknafjörður 400 þ.íg.tonn

Sjá nánar á vef LS.