Í dag byrjar selveiðivertíð Norðmanna  í Vesturísnum svokallaða en það er svæðið djúpt norðan Íslands og austan Grænlands. Að þessu sinni taka fjögur selveiðiskip þátt í veiðunum eða tvöfalt fleiri en í fyrra.

Skipin heita Meredian, Kvitbjörn, Kvitungen og Havsel. Heimilt er að veiða 25.000 vöðuseli (sem norðmenn kalla grænlandsseli), eins árs eða eldri, en tveir kópar reiknast sem einn fullorðinn selur.

Að þessu sinni fer sérfræðingur frá norsku hafrannsóknastofnuninni með einu skipanna og er hlutverk hans að fylgjast með og skrásetja aðferðirnar sem notaðar eru til þess að aflífa selinu og ganga úr skugga um að það sé gert samkvæmt lögum og reglum um dýravernd. Selirnir eru rotaðir með sérstökum hökum.

Frá þessu er skýrt í Fiskeribladet/Fiskaren í dag.