Sjávarútvegsfyrirtæki í Reykjavík greiða hæstu veiðigjöldin fyrir fiskveiðiárið 2013/2014, eða samtals tæpa 2,2 milljarða króna sem er um 23% af heildinni, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Vestmannaeyjar eru annar hæsti greiðandinn með rúma 1,7 milljarða. Akureyri er í þriðja sæti með um einn milljarð. Þrjú bæjarfélög greiða meira en milljarð í veiðigjöld og 15 greiða meira en 100 milljónir.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.