Útflutningsverðmæti eldisafurða nam um 6,6 milljörðum króna í október. Það er 26% aukning miðað við október í fyrra á föstu gengi. Á fyrstu tíu mánuðum ársins er útflutningsverðmæti eldisafurða þar með komið í tæpa 42 milljarða króna. Það hefur aldrei verið meira á tilgreindu tímabili og er um 23% aukningu að ræða frá sama tímabili í fyrra á föstu gengi. Þetta má sjá í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti í október sem birtar voru síðustu viku.
Í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar er útflutningsverðmæti eldisafurða í heild einungis birt og því liggur ekki fyrir sundurliðun verðmæta niður á einstaka tegundir í októbermánuði. Vafalaust má þó rekja þessa myndarlegu aukningu nú í október til laxeldis, líkt og mánuðina á undan, sbr. nýlega umfjöllun á Radarnum. Lesa má nánar um þetta hér.