Það er orðinn árlegur viðburður að haldin er vegleg fjölskylduskemmtun á athafnasvæði HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík á sjómannadaginn. Fjölskylduskemmtunin verður haldin sunnudaginn 5. júní en Hátíð hafsins, sem Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð standa að, verður alla sjómannadagshelgina.
Gamla höfnin í Reykjavík og næsta nágrenni er vettvangur Hátíðar hafsins og verða viðburðir á dagskrá hátíðarinnar haldnir allt frá Hörpu að HB Granda. Hátíðarsvæði HB Granda verður á milli höfuðstöðva félagsins á Norðurgarði og frystigeymslunnar Ísbjarnarins og verður það opnað kl. 13 á sjómannadeginum. Gestum verður boðið að bragða á ýmiss konar fiski, súpu, pylsum, kökum og kleinum og fleira góðgæti.
Sjá nánar dagsskrána á vef HB Granda .