Fjölnir GK, krókaaflamarksbátur Vísis, var rétt utan Grindavíkur í byrjun vikunnar að draga línuna þegar þessi mynd var tekin. Fjölnir GK er minnsti báturinn í flota Síldarvinnslusamstæðunnar. Hann er 30 tonna bátur, 15 metrar að lengd og smíðaður árið 2007. Báturinn hét áður Sævík en á síðasta ári var nafni hans breytt enda Fjölnisnafnið rótgróið hjá Vísi.