Afurðasýningin Seafood Expo Global og tækjasýningin Seafood Processing Global verða haldnar dagana 21.-23. apríl 2015 í Brussel. Þetta er í 23. sinn sem Íslandsstofa sér um og að setja upp þjóðarbása í Brussel, en rúmlega 30 íslenskir aðilar kynna þar sjávarafurðir, tæki, tæknilausnir og þjónusta við sjávarútveg. Gestir eru að jafnaði um 25.000 talsins.
Íslensku aðilarnir kynna ýmsar nýjungar á sýningunni og er mikil sókn í íslenskum sjávarútvegi um þessar mundir sem einkennist af endurnýjun skipa í flotanum, innleiðingu tækninýjunga sem tryggja ferskleika afurðanna og lengra geymsluþol, bættir flutningar, fiskistofnar eru á uppleið, auk þess sem uppsveifla er í fiskeldi.
Þá er líka mikil gróska í útgáfustarfsemi um íslenskan sjávarútveg. Tveimur tímaritum á ensku verður dreift á sýningunni. Cool Atlantic sem Athygli gefur út og Fishing The News sem Sjávarafl gefur út en fyrirtækið hefur einnig hleypt af stokkunum nýjum vef á ensku um sjávarútveg. Nýlega var annar vefur á ensku um íslenskan sjávarútveg opnaður en hann er www.icefishnews.com .