Danskir fiskimenn taka því fagnandi að Alþjóðahafrannsóknaráðið jók ráðgjöf sína í veiðum á sandsíli á árinu 2015, að því er fram kemur á vefnum tvmidtvest.dk .
Ráðgjöfin felur það í sér að fiskimennirnir megi veiða um 350 þúsund tonn af sandsíli sem er um 150 þúsund tonnum meira en á síðasta ári. Talið er að þessi viðbót skili 200 milljónum DKK í tekjur aukalega, eða um 4 milljörðum íslenskum.
Sandsíli er sögulega séð mikilvægasta hráefnið fyrir framleiðslu á fiskimjöli og lýsi í Danmörk.
Reiknað er með því að ESB gefi út kvóta í sandsíli í lok mars en veiðarnar mega hefjast 1. apríl.