Túnfisks hefur víða orðið vart á Íslandsmiðum í ágúst. Fjögur íslensk skip hafa fengið túnfisk í trollið við makrílveiðar. Níu fiskar hafa veiðst og vega samtals rúm 2 tonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Túnfiskurinn veiðist allt frá Hampiðjutorginu fyrir vestan, suður um og austur fyrir land. Stærsti túnfiskurinn vegur 370 kíló. Börkur NK veidd túnfisk nú í byrjun vikunnar úti af Hvalbakshallinu en áður höfðu Þórir SF, Júlíus Geirmundsson ÍS og Brimnes RE fengið túnfisk í makríltrollið.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.