Landhelgisgæslan hefur fengið fjármagn til þess að taka þriðju stóru björgunarþyrluna á leigu á næsta ári. Ásgrímur L. Ásgrímsson starfandi framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Gæslunnar greindi frá þessu í erindi á þingi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands í síðustu viku.

Vonast er til þess að ný leiguþyrla verði komin í gagnið fljótlega á næsta ári en þá á TF-LÍF að fara í skoðun. Landhelgigæslan er núna með tvær stórar björgunarþyrlur í rekstri en þær þurfa að fara í skoðun með reglubundnu millibili. Með því að fá þriðju björgunarþyrluna ætti því að vera hægt að tryggja að ávallt séu að minnsta kosti tvær stórar þyrlur til taks hérlendis í senn.

Verulega hefur dregið úr sjódögum varðskipanna við Ísland eftir hrun en á móti hafa þau verið í leiguverkefnum erlendis.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.