Fyrirtækið Pure Salmon Group hefur tryggt sér fjármögnun á því sem á verða stærsta landeldi á laxi í Asíu.
Þetta kemur meðal annars fram hjá fréttasíðunni salmonbusiness.com. Þar segir að um verða að ræða eldi í sjötíu þúsund fermetra stöð sem muni geta skilað tíu þúsund tonnum af Atlantshafslaxi á ári hverju.
Eldið á ákjósanlegum stað
Fyrir verkefninu sem bera mun heitið Sál Japans eða Soul of Japan tekur framkvæmdinni tekur Pure Salmon Group bankalán upp á 33 milljarða jena, jafnvirði um 29,2 milljarða íslenskra króna.
Landeldið verður í borginni Tsu og er sagt munu byggja á svokallaðri RAS-tækni sem tryggi framleiðslu á hágæðalaxi. Tsu er sögð ákjósanlega staðsett gagnvart stórborgum á borð við Tókíó, Nagoy og Osaka.
Höfuðstöðvar í Abu Dhabi
Haft er eftir Erol Emed, stjórnarformanni Soul of Japan, að fjármögnunin geri kleift að flýta uppbyggingunni og verða framlag til að tryggja fæðuöryggi Japana ásamt því að minnka umhverfisspor landsins. „Við erum ákveðin í að skila hágæða laxi framleiddum á staðnum til neytenda,“ segir Emed.
Pure Salmon Group sem er með höfuðstöðvar í Abi Dhabi og skrifstofur í Noregi, Danmörku og Singapúr, sérhæfir sig í þróun og rekstri landeldisstöðva og er sagt leggja áherslu á velferð fiska í stöðvum sínum.