Skuldir sjávarútvegsins hafa minnkað verulega frá árinu 2009 þegar þær náðu hámarki. Hafa skuldirnar lækkað á þessu tímabili úr 494 milljörðum króna í 333 milljarða.

Kemur þetta fram á vef Viðskiptablaðsins þar sem vitnað er í samantekt sem Deloitte vinnur árlega upp úr ársreikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Sem hlutfall af EBITDA hagnaði hafa skuldir á sama tímabili farið úr 8,1% í 4,7%.

Í samantektinni kemur einnig fram að fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum hefur verið að aukast verulega í greininni síðustu ár, en á árunum 2009 til 2011 nam fjárfesting aðeins um 4-6 milljörðum króna árlega. Í fyrra námu fjárfestingar hins vegar 26 milljörðum króna og voru þær 27 milljarðar árið á undan.

Sjá nánar á vef VB HÉR .