Árin 2016 til 2020 fjárfesti íslenska ríkið í höfnum landsins, að ríkisreknum höfnum meðtöldum, fyrir ellefu og hálfan milljarð króna. Ef hlutur hafnarsjóða er tekinn með nema heildarfjárfestingar í höfnum landsins á því tímabili tæplega 27 og hálfum milljarði og er hlutur hafnarsjóða því töluvert meiri en hlutur ríkisins, eða nítján og hálfur milljarður.
Nokkrir hafnarsjóðir eru undanskildir styrk frá ríkinu til fjárfestinga og þurfa þeir því að standa straum af sínum fjárfestingum sjálfir. Þessir hafnarsjóðir eru t.d. Faxaflóahafnir sem fjárfestu fyrir 9,6 milljarða króna í sínum höfnum þessi ár og Hafnarsjóður Hafnarfjarðar fjárfesti fyrir 694 milljónir króna á árunum 2016-2020.
Fjarðabyggðahafnir hlutu einungis sex milljóna fjárveitingu frá ríkinu árin 2016-2020 en sjóðurinn fjárfesti fyrir 2.245 milljarða króna yfir þann tíma.
Viðhaldsþörf hafna innan Hafnasambands Íslands árin 2021-2025 nemur um tíu og hálfum milljarði. Í heild gera hafnarsjóðir ráð fyrir nýframkvæmdum að upphæð rúmlega 67 milljörðum árin 2021- 2031, með fyrirvara um fjárframlög ríkis og samþykkt verkefni.