Í tilefni frétta að undanförnu telur Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, rétt að halda því til haga að félagið hefur haldið ráðningarsambandi við allt sitt starfsfólk, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu HB Granda.
Fiskvinnslufólk hjá HB Granda hefur því haldið dagvinnulaunum sínum frá því að verkfall sjómanna hófst. Hjá félaginu starfa um 400 manns við fiskvinnslustörf í Reykjavík, á Akranesi og á Vopnafirði.