„Það er nauðsynlegt fyrir samfélagið á Svalbarða að styrkja grundvöll atvinnulífsins þar. Fiskvinnslustöð gæti fjölgað atvinnutækifærum þar,“ segir Per Sandberg, nýr sjávarútvegsráðherra Noregs, á vefsíðu ráðuneytis síns.
Fram kemur að norsku lögin um sjávarauðlindina hafi verið víkkuð út og gildi nú sömu reglur á Svalbarða og á meginlandi Noregs hvað auðlindina varðar auk þess sem yfirvöld á Svalbarða hafi fengið viðeigandi heimildir til eftirlits með nýtingu hennar.