Norsk fiskvinnsla er mjög háð erlendu vinnuafli yfir hávertíðina. Metfjöldi erlendra verkamanna er nú við störf hjá norskum fiskverkendum. Á sama tíma gengur fjöldi Norðmanna um atvinnulaus. Fiskvinnsla freistar þeirra ekki og ástæðan er sögð vera langur vinnudagur og lítil laun.

Þetta kemur meðal annars fram í umfjöllun norska ríkissjónvarpsins um málið. Erlent fiskvinnslufólk hjá Sommarøy Produksjonslag í Øksnes í Vesterålen var tekið tali. Fram kom hjá konu frá Litháen að henni líkað mjög vel vinnan. Hún sagði að launin væru hærri en í heimalandinu, eða 157 krónur norskar á tíman í jafnaðarlaun (um 2.900 ISK).

Í sjávarþorpinu Myre í Øksnes vinna til dæmis 300 erlendir verkamenn. Í Øksnes er hæsta hlutfall atvinnulausra í héraðinu Vesterålen. Íbúar eru 4.500 en 150 manns eru atvinnulausir. Fiskverkendur segja að á sama tíma og útlendingar standi í biðröðum eftir vinnu verði þeir ekki varir við norska atvinnuleitendur.

Sjá nánar á vef norska ríkissjónvarpsins HÉR.