Stöðugt meiri ásókn er í fiskmeti og aðrar sjávarafurðir í Kína sem heilbrigðs kosts en dregið hefur úr innanlandsframleiðslu og innflutningi af mörgum ástæðum. Þær eru m.a. ný, opinber stefna í umhverfismálum, áframhaldandi röskun vegna Covid 19, öfgafullt veðurfar á mörgum lykilmörkuðum og skortur á vinnuafli. Ennfremur hefur verið á fóðri hækkað og þetta ásamt mikilli eftirspurn neytenda hefur ýtt verði á sjávarafurðum upp.

Kínversk tollayfirvöld hafa sett á strangt eftirlit með innflutningi á sjávarafurðum í því skyni að draga úr líkum á því að Covid 19 veiran berist inn í landið með matvælum. Afleiðingarnar hafa verið miklar tafir á afhendingu. Við þetta bætast miklar hækkanir á flutningum og skortur á bílstjórum sem margir leituðu í önnur störf vegna þrenginganna í kjölf faraldursins. Sumir telja að enn frekari verðhækkanir séu framundan vegna meiri eftirspurnar í Bandaríkjunum en búist hafði verið við.