Í nýrri skýrslu frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu (FAO) kemur fram að vísitala fiskverðs á heimsvísu hafi hækkað um 15% milli áranna 2011 og 2012 og hefur fiskverð aldrei verið hærra.
Í skýrslunni er gert ráð fyrir að fiskiðnaðurinn í heiminum (og er þá bæði átt við villtan fisk og eldisfisk) muni velta 130 milljörðum dala, sem eru tæpir 16 þúsund milljarðar íslenskra króna, við lok ársins 2013.
Helsta ástæða hækkunarinnar er sögð vera aukin þéttbýlismyndum og aukin neysla Kínverja á fiski. Kínverska millistéttin hefur meira fé milli handa og neysluvenjur hafa breyst í átt til aukinnar fiskneyslu og neyslu á dýrari fiski eins og laxi, rækju og túnfiski. Neysla á ostrum hefur aukist mikið og verð á þeim tvöfaldast á fáum árum. Auk þess hefur eftirspurn eftir þorski og ýsu einnig aukist, segir í skýrslunni.
Í skýrslu FAO segir að vegna skorts á hráefni bendi allt til að verð á fiski muni halda áfram að hækka. Auk neysluaukningar hefur verðhækkun á fiskafóðri og vandamál tengd fisksjúkdómum í eldisfiski haft áhrif til hækkunar.