Verð á þorski og ýsu á fiskmörkuðunum hér innanlands hefur lækkað verulega á síðustu dögum. Meðalverð á slægðum þorski var í gær 225 kr/kg og á óslægðum 185 kr/kg. Óslægð ýsa seldist á 125 kr/kg og slægð á 123 kr/kg.
Vakin er athygli á þessu á vef Landssambands smábátaeigenda og þar má sjá verðþróunina á þessum tegundum síðasta hálfan mánuðinn. Sjá HÉR