ff
Samtök útgerðarmanna uppsjávarvinnsluskipa í Evrópu (PFA) gagnrýna harðlega nýlegan fiskveiðisamning milli Evrópusambandsins og Máritaníu og segja hann einskis virði, að því er segir í frétt á SeafoodSource.
Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum á Evrópusambandið að greiða Máritaníu um 70 milljónir evra fyrir veiðirétt fyrir evrósk skip í lögsögu Máritaníu á rækju, túnfiski og uppsjávarfiski.
Formaður PSF segir að enginn muni hagnast á þessum samningi en margir munu hins vegar tapa á honum en innan PSF eru 10 útgerðir uppsjávarvinnsluskipa í Evrópu.
PSF segir að evrópsk uppsjávarskip fái engin raunhæf tækifæri til að stunda arðbærar veiðar á svæðinu og að fiskveiðar í lögsögu Máritanínu muni því síður en svo verða sjálfbærari en áður. „Afleiðingin er sú afrískir neytendur fá takmarkaðan aðgang að fiskmeti og nauðsynlegu prótíni. Afrískir og evrópskir sjómenn munu missa vinnuna og evrópskir skattgreiðendur munu ekki fá neitt í staðinn fyrir þær 70 milljónir evra sem þeir þurfa að greiða á ári. Auk þess er ætlast til að útgerðir uppsjávarskip greiði til viðbótar 37 milljónir evra fyrir veiðiheimildirnar,“ segir formaður PSF.