Mikið af geislavirku cesium mælist ennþá í fiski sem veiddur er utan við Fukusima í Japan en kjarnorkuverið þar laskaðist mikið í jarðskjálfta og flóðbylgju í mars í fyrra. Svo virðist sem geislavirka efnið í flestum fisktegundum á svæðinu hafi ekki minnkað neitt og óttast er að mengunin verði viðvarandi svo áratugum skiptir.

Vísindamenn segja að annað hvort komi geislamengunin í fiskinn af hafsbotninum eða að ennþá sé leki frá kjarnakljúfunum í verinu. Forsvarsmenn versins hafa viðurkennt að eitthvert magn af geislavirku vatni sem notað er til þess að kæla kjarnakljúfana hafi lekið í sjóinn, síðast í apríl í vetur. Ennþá hefur ekki tekist að gera við allar sprungur í kjarnorkuverinu vegna hættunnar sem af því stafar að vinna verkið.

Bannað er að selja flestar fisktegundir sem veiðast úti fyrir strönd Fukusima