Myndband af kettlingi í veiðihug við bryggju í Japan hefur farið eins og eldur í sinu á Netinu. Í stað þess að veiða sér fisk til matar varð kettlingurinn fyrir árás fisks af óræðri tegund. Það var japönsk stúlka sem náði atvikinu á myndband og hefur það vakið mikla athygli og umræðu á Netinu. Menn spyrja sig hvaða fiskur sé svo öflugur að góma kettlinginn og einnig vilja menn vita hvort kettlingurinn lifði árásina af. Margir telja að þarna hafi verið á ferðinni gedda en aðrir segja að þetta hafi verið japanskur vatnakarpi.  Myndbandið má sjá hér .