Veitingahúsakeðjan Long John Silver‘s í Bandaríkjunum, sem fyrir margt löngu var einn aðalkaupandinn á fiski frá Íslandi, hefur nú ákveðið að bjóða upp á ódýra fiskrétti eins og fisk og franskar til að örva söluna, að því er fram kemur á vefnum SeafoodSource.
Long John Silver‘s rekur nærri eitt þúsund veitingastaði í Bandaríkjunum og í lok maí verður fiskur og franskar framvegis á matseðlinum. Um er að ræða eitt stykki af djúpsteiktum hvítfiski frá Alaska og ekta franskar kartöflur á aðeins 1,99 dollara, sem er 212 krónur íslenskar fyrir máltíðina.
Forsvarsmenn Long John Silver‘s segja að ekki bjóðist ódýrari fiskréttur en þetta en þeir treysta á það að þegar þeir hafi laðað viðskiptavinina til sín freistist þeir til að kaupa meira, eins og rækjur, skelfisk, krabba og svo framvegis.