Vísindamenn hafa varpað ljósi á óvenjulega beinabyggingu fisks sem lifir í Thailandi. Um er að ræða fisk sem ber latneska nafnið Cryptotora thamicola sem mætti kalla klifurfisk á íslensku.

Klifurfiskurinn er blindur og lifir í lækjum sem renna djúpt inni í hellum þar sem er niðamyrkur. Vísindamenn rannsökuðu óvenjulegar hreyfingar fisksins sem notar uggana ekki ólíkt og landdýr nota fram- og afturfætur. Hann kraflar sig upp bratta klett í straumþungu vatni. Komust þeir meðal annars að því að fiskurinn er með mjaðmagrind sem skýrir hæfileika hans til að "spyrna við uggum". Sjá MYNDBAND .