Á árinu 2011 nam útflutningur sjávarafurða 251,6 milljörðum króna en var 220,5 milljarðar árið 2010, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands.
Sjávarafurðir voru 40,2% alls vöru útflutnings á síðasta ári og var verðmæti þeirra 14,4% meira en árið 2010. Stærsti liður útfluttra sjávarafurða voru fryst fiskflök en útflutningur sjávarafurða, í krónum talið, jókst mest á frystum heilum fiski.
Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fyrir allt árið 2011 fluttar út vörur fyrir 626,4 milljarða króna. Iðnaðarvörur voru 53,6% alls útflutnings. Útflutningur á áli nam 245,3 milljörðum, eða um 39% af heildinni.