Hvaða áhrif hefur það á næringargildi eldisfisks að ala hann eingöngu á jurtafóðri í stað ætis úr sjávarríkinu? Þessari spurningu var leitast við að svara í rannsókn á vegum dönsku matvælastofnunarinnar og Danska tækniháskólans.
Niðurstaðan varð sú að eldisfiskur sem fékk eingöngu jurtafóður hafði að geyma mun minna af hinum hollu omega-3 fitusýrum en hinn fiskurinn. Að auki benda niðurstöðurnar til þess að fiskur bragðist á ólíkan hátt eftir því hvað hann étur.
Talin er þörf á því að neytendum sé kynntur munurinn á því að borða eldisfisk og villtan fisk úr náttúrunni.