Sérstök fæðusamsetning sem byggist á fiski, ávöxtum og hnetum er líkleg til þess að draga úr hættunni á því að fólk fái óminnissjúkdóminn Alzheimer, samkvæmt nýjum rannsóknum sem kynntar voru nú í vikunni.

Í niðurstöðum rannsóknanna kemur jafnframt fram að hættan á því að fá Alzheimer minnki ef menn draga úr neyslu á mjög feitum mjólkurvörum, rauðu kjöti og smjöri.

Matarvenjur rúmlega tvö þúsund manns eldri en 65 ára sem ekki þjáðist af Alzheimer voru kannaðar. Í ljós kom að mataræði þeirra einkenndist af sallati, hnetum, fiski, tómötum, kjúklingum, ávöxtum og grænmeti. Lögð er áhersla á að ekki megi horfa á heilnæmi hverrar fæðutegundar fyrir sig heldur sé það góð samsetning fæðutegunda sem sé lykillinn að heilbrigði manna.

Heimild: www.fis.com