"Við vitum að fiskurinn þarf góða blæðingu og góða kælingu og það þarf að umgangast hann með gætni. Fiskur er 800 sinnum viðkvæmari matvara en kjúklingur eða kjöt.  Ástæðan er sú að fiskurinn lifir í eigin eðlisþyngdarumhverfi en lambið lifir í eðlisþyngdarumhverfi sem er 800 sinnum minna,“ segir Sigurjón Arason prófessor og yfirverkfræðingur hjá Matís í viðtali í nýútkomnu sjávarútvegssýningarblaði Fiskifrétta

Margt hefur áunnist í bættri hráefnismeðferð fisks á síðustu árum fyrir tilstilli rannsókna á þessu sviði. Þannig hefur geymsluþol þorskflaka nær tvöfaldast með réttri meðhöndlun og kælingu sem gerir ferskan fisk mun verðmætari en ella.

Sjá nánar viðtal í sjávarútvegstímariti Fiskifrétta.