Skip þeirra átta útgerða sem skiluðu mestu aflaverðmæti á nýliðnu ári veiddu fyrir rúmlega 73 milljarða króna sem er 2% meira en árið á undan. Afli jókst hins vegar um 27%, fór úr 573.000 tonnum í 727.000 tonn.
Þetta kemur fram í samantekt Fiskifrétta sem byggir á tölum sem blaðið aflaði sér hjá útgerðunum sjálfum.
Skip HB Granda skiluðu nú sem fyrr mestu aflaverðmæti eða 17,8 milljörðum króna, Samherjaskipin fiskuðu fyrir 13 milljarða og skip Brims fyrir 8,6 milljarða.
Sjá nánar samantektina í nýjustu Fiskifréttum .