Gangi spár Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna og landbúnaðarráðuneytis Kína eftir mun fiskneysla Kínverja aukast um 26% á næsta áratug.
Talið er að meðalneysla Kínverja á fiski árið 2022 verði 42,6 kíló. Samkvæmt spánni verður heildarneysla Kínverja á því ári 63 milljónir tonna af fiskii.
Spáin gerir ráð fyrir að Kínverjar muni veiða og ala um 69 milljón tonn af fiski árið 2022 og flytja út um 10 milljón tonn.