Söluverðmæti á íslensku fiskmörkuðunum í nýliðnum marsmánuði var 2.041 milljón króna og hefur aðeins tvisvar áður orðið meira í marsmánuði en það var árin 2001 og 2007. Aukningin frá því í sama mánuði í fyrra nam tæplega 9%.
Alls voru seld 12.949 tonn í marsmánuði nú sem er rúmlega 16% meira en í fyrra (11.129 tonn). Frá þessu er skýrt í frétt frá Reiknistofu fiskmarkaða.