Meðalverð á löngu á fiskmörkuðum í marsmánuði var 223,81 króna á kílóið og ufsa 200,61 króna. Þetta er í fyrsta sinn sem meðalverðið á þessum tegundum fer yfir 200 krónur í einum mánuði, að því er fram kemur á vef Reiknistofu fiskmarkaða.

Meðalverð á löngu í mars 2009 var 109,36 krónur á kílóið þannig að hækkunin nemur tæpum 105% milli ára. Meðalverð á ufsa í mars 2009 var 107,51 króna á kílóið, hækkunin þar er tæp 87%.

Meðalverð á fiskmörkuðum í mars á öllu tegundum var 277,66 krónur á kíló sem er 76% hærra verð en í mars 2009.

Verðmæti sölunnar í mars var 3.065 milljónir og er það í fyrsta skiptið sem salan fer yfir 3 milljarða í einum mánuði. Þetta er 50% meiri verðmæti en í mars 2009.

Seld voru 11.039 tonn á fiskmörkuðum í mars sem er 14,8% minna magn en í mars 2009.