Á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru seld tæp 17.000 tonn af fiski á íslensku fiskmörkuðunum samanborið við tæp 20.000 tonn í sömu mánuðum í fyrra. Samdrátturinn nemur 15%.

Stórfelldur niðurskurður á aflaheimildum er þegar farinn að hafa sín áhrif á fiskmarkaðasölu og útlit er fyrir frekari samdrátt ef ekki kemur til verulegra aukningar á aflaheimildum, segir í frétt frá Reiknistofu fiskmarkaða.

Þótt fiskmagnið hafi dregist saman hefur verðmæti aflans aukist. Selt var fyrir 4.759 milljónir króna í janúar og febrúar í ár en fyrir 3.625 milljónir í sömu mánuðum í fyrra. Verðmætið hefur þannig aukist um liðlega 30% milli ára.

Sjá nánar á vef Reiknistofu fiskmarkaða, HÉR