Í nýliðnum maímánuði nam sala á íslensku fiskmörkuðunum 1.791 milljón króna og er þetta mesta söluverðmæti í maímánuði frá upphafi. Í maí 2008 var selt fyrir 1.595 milljónir þannig að aukningin milli ára er 12,3%.
Seld voru 9.497 tonn sem er undir meðallagi. Í maí 2008 voru seld 9.841 tonn. Þetta er samdráttur um 3,5%.
Meðalverð í maí var 188,62 sem er 16,4% hærra en í maí 2008. Þetta er hæsta meðalverð sem sést hefur í mánuðinum.
Þetta kemur fram í frétt frá Reiknistofu fiskmarkaða.