Að gefnu tilefni minnir Fiskistofa strandveiðimenn og aðra á að í gildi er bann við lúðuveiði, segir á vef stofnunarinnar.
Í reglugerð um veiðar á lúðu segir m.a. svo:
Komi lúða um borð í veiðiskip sem meðafli skal umsvifalaust sleppa lífvænlegri lúðu.
Við línuveiðar skal sleppa allri lúðu með því að skera á taum línunnar. Við handfæra- og sjóstangaveiðar skal losa lúðuna varfærnislega af krókum eða skera á lykkju slóðans áður en lúða kemur um borð.
Ef komið er með lúðu að landi skal hún fara á markað og söluandvirðið renna í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Rifja má upp í því sambandi að í nóvember sl. var gerð sú breyting að nú fær útgerð skips 20% af andvirði selds lúðuafla en fram að því var kveðið á um að allt söluandvirði þeirrar lúðu sem kæmi að landi rynni til rannsókna. Nýju reglunum er ætlað að vera hvetjandi fyrir sjómenn og útgerðir að koma að landi með þá lúðu sem veiðist sem meðafli