Fiskistofa hefur samkvæmt fyrirmælum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins birt álagningu veiðigjalda sundurliðaða á sjávarútvegsfyrirtæki vegna fiskveiðiáranna 2012/2013 og 2013/2014.
Tekið er skýrt fram að upplýsingarnar um álagningu á fiskveiðiárunum tveimur séu ekki sambærilegar, því að álagningu sé ekki lokið á yfirstandandi fiskveiðiári. Eftir eigi að leggja á vegna deilistofna og afla í ókvótabundnum tegundum, þ.m.t. vegna makrílafla frá og með ágúst 2013 og væntanlegs makrílafla til loka júlí 2014.
Álagningin fyrir síðasta fiskveiðiár nam samtals 12,7 milljörðum króna en sú álagning sem þegar hefur átt sér stað fyrir yfirstandandi fiskveiðiár nemur samtals um 6 milljörðum króna.
Sjá álagninguna á vef Fiskistofu, HÉR