Markaðir fyrir mjöl og lýsi hafa verið sterkir undanfarin ár og söluhorfur bjartar. Afurðirnar seljast fyrir hátt verð jafnóðum og þær eru framleiddar og birgðasöfnun er engin.
,,Markaðir fyrir mjöl og lýsi hafa verið sterkir undanfarin 2-3 ár og horfur á sölu þessara afurða eru ágætar. Það er tiltölulega hátt verð erlendis og svo er krónan veik sem hjálpar öllum útflutningi,“ segir Jóhann Pétur Andersen framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskframleiðenda í samtali við Fiskifréttir. ,,Það eru sama og engar óseldar birgðir hér heima, jafnvel ekki þótt loðnuaflinn á vertíðinni í vetur hafi stóraukist frá því sem verið hafði árin á undan. Mönnum hefur gengið ágætlega að selja og fá mjög viðunandi verð, þótt það sé ekki alveg í hæstu hæðum.“
Sjá nánar viðtal við Jóhann Pétur um fiskimjölsiðnaðinn í nýjustu Fiskifréttum.