Íslenskum fiskiskipum  fækkaði um 44% á árunum 2003 – 2008 samkvæmt samantekt hagfræðings LÍÚ. Alls voru skráð fiskiskip 1.356 talsins fiskveiðiárið 2003/2004. Þeim hafði fækkað niður í 767 fiskveiðiárið 2007/2008. Fækkunin nemur 589 skipum.

Nánast enginn munur er á þróuninni hvort um er að ræða aflamarks- eða krókamarksskip. Í báðum tilvikum var fækkunin í kringum 44%.Sjá súlurit á vef LÍÚ - HÉR