Fiskiskipum innan ESB-ríkja hefur fækkað í kjölfar aðgerða ríkjanna til að aðlaga flotann að afrakstursgetu fiskistofna, segir í nýjustu árlegri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um stærð fiskiskipaflotans. Þetta kemur fram á vef SeafoodSource.

Í upphafi ársins 2014 voru 86.879 fiskiskip skráð í löndum ESB, samtals 1.658.033 brúttótonn. Borið saman við upphaf ársins 2012 er hér um að ræða 7,8% fækkun skipa og um 1,6% minnkun í brúttótonnum.

Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt fiskveiðistefnu ESB sé of stór floti meginskýringin á ofveiði. ESB-ríkjum er því skylt að stuðla að minnkum flotans og þau fá til þess styrk úr sameiginlegum sjóðum.