Litlu brugghúsi í Minnesóta í Bandríkjunum datt það snjallræði í hug að nota svokallaða „dróna“ eða mannlausar smáþyrlur til að senda bjór til viðskiptavina.
Í kynningarmyndbandi frá brugghúsinu má sjá þegar fiskimenn sem veiða í gegnum ís á vötnum panta bjórkippu og fá hana senda samstundis með mannlausri þyrlunni. Sjá myndband HÉR .
Adam var ekki lengi í Paradís því nú hafa bandarísk flugmálayfirvöld bannað þennan flutningsmáta. „Drónarnir“ eru ekki viðurkennd loftför. Bjórþyrstir fiskimenn þurfa því framvegis að taka nesti með sér til að fagna góðum afla.