Fiskifélags Íslands hefur afhent Hafrannsóknastofnun til eignar og varðveislu afar fallegt vatnslitaverk af fiskiduggum á Selvogsbanka eftir Bjarna Sæmundsson, náttúrufræðing.
Myndverkið er frá árinu 1902 og hefur verið í fórum Fiskifélagsins um langt skeið. Bjarni var um árabil í stjórn félagsins, en var auk þess frumkvöðull í fiskirannsóknum á Íslandi. Að auki sýnir sig að hann hefur verið hæfileikaríkur með vatnslitapensilinn.
Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.