Christian Cardon, bæjarstjóri í Trouville í Normandí, heldur fyrirlestur um ofangreint efni miðvikudaginn 10. september kl. 16:00, í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Sendiráð Frakka á Íslandi í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og með styrk  frá Evrópustofu býður til fyrirlestrarins.

Fyrirlesarinn
Fyrirlesarinn
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Í fyrirlestrinum fjallar Cardon meðal annars um fiskveiðar og útgerð í Normandí, áhrif sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, meðal annars varðandi kvóta-setningu, úthlutun kvóta og reglur um bann við frákasti.

Sjá nánar á vef HÍ