Dagur Brynjólfsson sjómaður hefur óvenjulegt áhugamál. Hann ræktar framandi plöntur í gróðurhúsi í Biskupstungum og næringin fyrir plönturnar er fengin úr vatni frá fiskabúri, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Slík ræktun sem Dagur stundar kallast sameldi (aquaponics). Dagur var einn af þeim fyrstu til að hefja þessa nýstárlegu ræktun hér á landi. Dagur smíðaði gróðurhús við heimili sitt í Hafnarfirði árið 2010 og hann hóf sameldi þar í ársbyrjun 2013. Í framhaldi af því færði hann út kvíarnar og keypti garðyrkjustöðina Birkihlíð í Reykholti í Biskupstungum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Það eru bakteríur sem vinna köfnunarefni, aðalnæringarefni plantna, úr ammoníaki sem myndast í vatninu í fiskabúrinu. Plönturnar dafna vel þótt þær fái engan annan áburð en þann sem kemur frá fiskeldinu.
Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.