Ný rannsókn bendir til þess að fiskar geta greint í sundur breytilegar aðstæður sem upp geta komið á sama augnabliki.
Rannsóknin var gerð innan sálfræðideildar Queen Mary háskólans í London. Í henni er í fyrsta sinn lögð fram sönnun þess að fiskar búa yfir þessum hæfileika.
Niðurstöðurnar þykja ekki eingöngu benda til þess að fiskar séu greindari en áður var talið heldur gætu þær aukið skilning og jafnvel lagt grunn að að nýrri meðferð við athyglisbresti í mannfólki.
Þetta er í fyrsta sinn sem tekst að sýna fram á að fiskar, í þessu tilviki sebrafiskar, búi yfir „samhliða, sjónrænni leit“, þeim hæfileika að getað valið einn hlut úr mörgum sem bylja á skilningarvitunum.