Heildaraflinn á árinu 2014 nam 1.076 þúsund tonnum samanborið við 1.367 þúsund tonn árið 2013. Samdrátturinn er 21%.
Tölur um aflaverðmæti fyrir allt árið liggja ekki fyrir en samanburður fyrstu 11 mánuði beggja ára bendir til að verðmætið hafi minnkað um liðlega 12%.
Aflasamdrátturinn stafar fyrst og fremst af minni loðnuafla en hann minnkaði um 75%, úr 454 þús. tonnum í 112 þús. tonn.
Sjá nánar á vef Hagstofunnar.